Miðvörðurinn Maria Þórisdóttir sem leikur fyrir norska landsliðið en er með íslenskar rætur er líklegast að semja við Manchester United.

Hún hefur leikið með Chelsea á Englandi frá árinu 2017 en er nú líklegast að færa sig um set og semja við Manchester United sem er á toppi deildarinnar en á í harðri baráttu við Chelsea.

Molly Hudson, blaðakona á Times, segist hafa heimildir fyrir því að María sé leikmaðurinn sem Emma Hayes, þjálfari Chelsea, sagði að væri á förum frá félaginu.

Félagið sem væri að kaupa Maríu væri Manchester United.

María sem er dóttir Þóris Hergeirssonar er fædd og uppalin í Noregi og hefur fyrir vikið leikið fyrir norska landsliðið en heimsækir þó reglulega Ísland.

Þórir og María á Íslandi
fréttablaðið/ernir