Fótbolti

María skoraði í stórsigri Chelsea

Chelsea er kominn með annan fótinn í 16 liða úrslit Meistaradeildar Evrópu í knattspyru kvenna,en María Þórisdóttir skoraði eitt fimm marka liðsins í sannfærandi 5-0-sigri gegn bosníska liðinu SFK 2000 í fyrri leik liðanna í Bosníu og Hersegóveníu í dag.

María Þórisdóttir skoraði eitt marka Chelsea í dag.

Það er hægt að bóka farseðilinn fyrir Chelsea í 16 liða úrslit Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu kvenna, en liðið vann 5-0 sigur þegar liðið mætti bosníska liðinu SFK 2000 í Bosníu í dag. 

María skoraði þriðja mark Chelsea í leiknum, en seinni leikur liðanna fer fram í London eftir tvær vikur. 

Þá eru Glódís Perla Viggósdóttir og félagar hennar hjá sænska liðinu Rosengård eru einnig í fínni stöðu, en liðið lagði rússnenska liðið Ryazan að velli með einu marki gegn engu á rússneskri grundu fyrr í dag. 

Glódís Perla lék allan leikinn í hjarta varnarinnar hjá sænska liðinu. 

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Fótbolti

Messi skoraði þrjú og lagði upp eitt

Fótbolti

Elías Rafn etur kappi við Man.Utd

Fótbolti

„Ronaldo á bara þrjá Evróputitla“

Auglýsing

Nýjast

Crystal Palace komst upp í miðja deild

ÍBV síðasta liðið í Höllina

Fram úr fallsæti með sigri norðan heiða

Ágúst þjálfar U-20 ára landsliðið

Newcastle United kom sér í tímabundið skjól

Úrslit úr Meistaramóti Íslands í frjálsum íþróttum

Auglýsing