Fótbolti

María skoraði í stórsigri Chelsea

Chelsea er kominn með annan fótinn í 16 liða úrslit Meistaradeildar Evrópu í knattspyru kvenna,en María Þórisdóttir skoraði eitt fimm marka liðsins í sannfærandi 5-0-sigri gegn bosníska liðinu SFK 2000 í fyrri leik liðanna í Bosníu og Hersegóveníu í dag.

María Þórisdóttir skoraði eitt marka Chelsea í dag.

Það er hægt að bóka farseðilinn fyrir Chelsea í 16 liða úrslit Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu kvenna, en liðið vann 5-0 sigur þegar liðið mætti bosníska liðinu SFK 2000 í Bosníu í dag. 

María skoraði þriðja mark Chelsea í leiknum, en seinni leikur liðanna fer fram í London eftir tvær vikur. 

Þá eru Glódís Perla Viggósdóttir og félagar hennar hjá sænska liðinu Rosengård eru einnig í fínni stöðu, en liðið lagði rússnenska liðið Ryazan að velli með einu marki gegn engu á rússneskri grundu fyrr í dag. 

Glódís Perla lék allan leikinn í hjarta varnarinnar hjá sænska liðinu. 

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Fótbolti

Felix tryggði íslenska liðinu jafntefli

Fótbolti

Svava og Þórdís til Svíþjóðar

Fótbolti

Jákvæð atriði þrátt fyrir tap

Auglýsing

Nýjast

Valur fór ansi illa með Hauka

Fínt framan af hjá íslenska liðinu

Nokkrir góðir kaflar dugðu ÍBV til sigurs

Strembið verkefni hjá Selfossi

Helena: Höfum trú á sigri í þessum leik

Vill sjá heilsteyptan leik hjá íslenska liðinu

Auglýsing