Norður-Evrópu­mótið í á­halda­fim­leikum fór fram um helgina í Car­diff, Wa­les og komust tveir ís­lenskir kepp­endur á pall í úr­slitum á sunnu­daginn.

Margrét Lea Kristins­dóttir nældi sér í silfur í gólfæfingum með 12.550 stig, Jónas Ingi Þóris­son sótti sér brons, einnig í gólfæfingum, með 13.750 stig.

Margrét Lea við æfingar sínar á gólfi á sunnudaginn.
Ljósmynd/FSÍ

Jónas Ingi keppti einnig til úr­slita á stökki, þar sem hann hafnaði í 6.sæti og á svifrá þar sem hann hafnaði í 7.sæti.

Jónas Ingi hefur lengi verið öflugur á gólfi og nældi sér í brons um helgina.
Ljósmynd/FSÍ

Jón Sigurður Gunnars­son keppti til úr­slita á hringjum, hann hafnaði í 4.sæti. Jón Sigurður var í góðum séns á að vinna til verðlauna í hringjunum en hann er einn sá öflugasti á áhaldinu sem Ísland hefur átt. Smávægileg mistök í úrslitunum urðu honum því miður dýr og náði hann því ekki í verðlaunasæti þetta árið.

Jón Sigurður gerði frábæra hringi í fjölþrautinni á laugardaginn og var annar inn í úrslitin.
Ljósmynd/FSÍ

Martin Bjarni Guð­munds­son kom inn sem vara­maður á svifrá, hann endaði í 6.sæti. Guð­rún Edda Min Harðar­dóttir keppti á tví­slá og Val­garð Rein­hards­son hafnaði í 4 sæti á tví­slá.

Martin Bjarni Guð­munds­son og Guð­rún Edda Min Harðar­dóttir.
Ljósmynd/FSÍ

Margrét Lea Kristins­dóttir var með besta árangur kvenna í fjöl­þraut með 46.550 stig, karla­megin var það Val­garð Rein­hards­son með 77.100 stig, jafn í 9. sæti með Marcus Sten­berg frá Sví­þjóð.

Íslandsmeistarinn Valgarð Reinhardsson leiddi íslenska karlalandsliðið með 77.100 stig.
Ljósmynd/FSÍ

Kvenna­lands­lið Ís­lands skipuðu þær Agnes Suto, Guð­rún Edda Min Harðar­dóttir, Hildur Maja Guð­munds­dóttir, Kristín Sara Jóns­dóttir og Margrét Lea Kristins­dóttir. Karla­lands­lið Ís­lands skipuðu þeir Dagur Kári Ólafs­son, Jón Sigurður Gunnars­son, Jónas Ingi Þóris­son, Martin Bjarni Guð­munds­son og Val­garð Rein­hards­son.

Ljósmynd/FSÍ