Marcus Rashford þurfti að draga sig út úr enska landsliðinu fyrir næstu tvo leiki vegna ökklameiðsla en hann fór aftur til Manchester til að hefja endurhæfingu hjá félagsliði sínu.

Hann er sjötti leikmaðurinn sem neyðist til að draga sig úr enska landsliðshópnum í þessu verkefni á eftir John Stones, Fabian Delph, Ruben Loftus-Cheek, Luke Shaw og Trent Alexander-Arnold.

Þetta eru ekki jákvæð tíðindi fyrir Ole Gunnar Solskjaer, knattspyrnustjóra Manchester United eftir að Romelu Lukaku þurfti einnig að draga sig út úr belgíska landsliðshópnum.

Óvíst er hvort að Southgate kalli inn mann í hans stað eftir að hafa fengið Callum Hudson-Odoi og James Ward-Prowse inn í hópinn.