Fótbolti

Marcelo telur Neymar muni spila fyrir Real Madrid

Brasilíumaðurinn Marcelo telur að landi sinn, Neymar, muni spila einn daginn fyrir Real Madrid.

Félagarnir Neymar og Marcelo á landsliðsæfingu. Fréttablaðið/Getty

Vinstri bakvörðurinn Marcelo hjá Real Madrid segir að landi sinn Neymar muni einn daginn spila með félaginu. Orðrómurinn um að Neymar gangi til liðs við spænska stórveldið neitar einfaldlega að fara. 

Liðin mætast á miðvikudag í Meistaradeildinni og var Marcelo rifinn í viðtal af því tilefni. Þar kom nafn Neymar upp í umræðuna. „Myndi hann passa inn í Real Madrid? Að sjálfsögðu. Það væri frábært ef hann kæmi. Að mínu mati verða frábærir leikmenn að spila fyrir þetta félag,“ sagði Marcelo við Esporte Interativo

Neymar fór frá Barcelona til PSG síðasta sumar á um 200 milljónir punda og hefur skoraði 28 mörk í 27 leikjum fyrir franska liðið. 

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Fótbolti

Bakayoko mættur í læknisskoðun hjá AC Milan

Fótbolti

Ronaldo fluttur á spítala í skyndi á Ibiza

Fótbolti

Ronaldo olli glundroða í sínum fyrsta leik

Auglýsing

Nýjast

„Fengum reglulega upplýsingar úr stúkunni“

Þrenna Pedersen afgreiddi Grindvíkinga

Már bætti eigið Íslandsmet á EM í Dublin

Viktor Örn hetja Blika í Víkinni

Kennie Chopart framlengir hjá KR

Þór/KA gæti mætt Söru eða Glódísi

Auglýsing