Aðeins fremstu hlauparar heims fá að taka þátt í Tókýó maraþoninu þetta árið eftir að fleiri smit af kórónaveirunni voru staðfest í Japan fyrr í vikunni.

Það bárust 300.000 umsóknir um að taka þátt í hlaupinu þetta árið og var í fyrstu áætlað að um 38.000 manns fengju þátttökurétt.

Hlaupið er eitt af sex stærstu maraþonhlaupum heimsins (e. World Marathon Majors) með maraþoninu í Boston,. London, Berlín, Chicago og New York.

Ákvörðun var tekin um að leyfa aðeins fremsta hlaupafólki heimsins (e. marathon elites) að taka þátt sem og fremstu hjólastólahlaupurum (e. elite wheelchair).