Guðrún Arnardóttir, miðvörður íslenska kvennalandsliðsins, segir að Guðný Árnadóttir sé að koma henni inn í raunveruleikaþættina Love Island og að allir leikmennirnir séu að skemmta sér yfir þeim á hóteli íslenska landsliðsins.

Guðrún ræddi við Fréttablaðið í dag þar sem talið barst að afþreyingu á milli æfinga.

„Ég hef verið að koma mér inn í Love Island þættina. Guðný hefur verið að koma mér inn í þetta og það hefur verið maraþonáhorf til að vera með á nótunum,“ segir Guðrún glettin.

Þá hafa þær gripið í pílur á milli æfinga og sagði Guðrún að Gunnhildur Yrsa væri búin að koma á óvart í þeim efnum.