Goðsögnin Diego Maradona sem fagnar sextíu ára afmæli í næsta mánuði var mættur með vígalega andlitsgrímu þegar hann stýrði liði Gimnasia í æfingaleik í gær.

Eins og sést á myndbandinu hér fyrir neðan var Maradona með plastgrímu sem huldi allt andlitið. Þurfti hann að taka hana af til að tala við aðstoðarmann sinn.

Argentínska knattspyrnudeildin er að fara af stað á ný eftir að deildarkeppnin var stöðvuð fyrr á þessu ári þegar kórónaveirufaraldurinn gekk yfir.