Már Gunnarsson, sundmaður úr ÍRB, synti undir gildandi heimsmeti í 200 m baksundi í flokki S11 er hann synti á 2:32,31 á Íslandsmótinu í sundi sem fer fram í Laugardalslauginni núna um helgina.

Már setti Íslandsmet fyrr í dag en hann bætti tímann sinn frá því í morgun um tæpa sekundu en Íslandsmetstíminn hans var 2:33,76.

Heimsmetið var 2:33,42 og er frá Ólympíumótinu 1992 í Barcelona í eigu John Morgan frá Bandaríkjunum.

Róbert Ísak Jónsson, sem syndir fyrir SH, setti svo nýtt Íslandsmet í 100 metra flugsundi með því að koma í bakkann á 0:58,54 í flokki S14.