Már Gunn­ars­son sem syndir í flokknum (S11) setti í dag sitt fjórða Íslands­met á heimsmeistaramóti í sundi fatlaðra sem haldið er í London og fer fram þessa dagana.

Már synti 50 metra flugsund á tímanum 34,42 sek­únd­um þegar hann keppti í undanrásum í 200 metra fjór­sundi.

Fjórsundið synti hann hins vegar á 2:41,94 mín­út­um og hafnaði í tí­unda sæti sem dugði honum ekki til þess að komast í úr­slit.

Már setti Íslands­met í 50 metra skriðsund á mánudaginn var og bætti síðan Íslandsmetið í 100 metra baksundi tví­veg­is á mót­inu en hann vann bronsverðlaun í grein­inni.

Sonja Sig­urðardótt­ir (S4) hafnaði í tí­unda sæti í 50 metra baksundi í dag er hún synti á 1:05,88 mín­út­um.