Sundmennirnir Már Gunnarsson, ÍRB, og Róbert Ísak Jónsson, Fjörður/SH, settu báðir Íslandsmet í úrslitum á Evrópumeistaramóti IPC í gær.

Már bætti sitt eigið met í 100 metra flugsundi og Róbert bætti sitt eigið met í 100 metra baksundi.

Róbert Ísak hafnaði í 7. sæti í úrslitum í 100 metra baksundi S14 og bætti Íslandsmetið á nýjan leik er hann kom í bakka á 1:04.76 mínútum í Madeira.

Róbert Ísak bætti því Íslandsmetið sem hann setti í undarásunum í gærmorgun.

Már Gunnarsson hafnaði í 4. sæti í úrslitum í 100 metra flugsundi S11 og bætti sitt eigið Íslandsmet þegar hann kom í bakka á 1:11.11 mínútum en fyrra metið var 1:11.12 mínútur.

Sundið bauð upp á tvö met því millitími Más í 50 metra var einnig Íslandsmet en hann var 32,33 sekúndur.