Sundmaðurinn Már Gunnarsson er einnig fyrirtaks tónlistarmaður en hann og Ísold Wilberg Antonsdóttir tefla fram laginu Jólaósk þetta árið í jólalagakeppni Rásar 2.

Már og Ísold Wilberg eru komin í átta liða úrslit í jólalalagakeppni Rásar 2 sem haldin er í 17. skipti í ár. Sérstök dómnefnd fór yfir lögin sem send voru inn í keppnina og hluat lag Más og Ísoldar náð fyrir augum þeirra.

Hægt er að kjósa í keppninni hér sem og að hlusta á lagið.

Már sem syndir fyrir ÍRB átti gott ár í sundinu en hann synti til að mynda undir gildandi heimsmeti bæði í 50 og 200 metra baksundi á Íslandsmeistaramótinu í sundi í nóvember síðastliðnum. Þá nældi hann í bronsverðlaun á heimsmeistaramótinu fyrr á þessu ári.