Afhjúpaður var afreksplatti sundmanninum Má Gunnarssyni til heiðurs við hátíðlega athöfn á Courtyard by Marriott hótelinu í Reykjanesbæ í dag.

Már bætti tæplega 30 ára gamalt heimsmet í 200 metra baksundi á Íslandsmeistaramótinu í 50 metra laug á dögunum þegar hann synti á 2:32,31 mínútu en þar með bætti hann gamla metið um rúmlega sekúndu.

Þessi magnaði kappi er ekki bara afreksmaður í sundi heldur líka í tónlist og spilaði hann nokkur lög fyrir gesti og styrktaraðila á viðburðinum.

Á meðan heimurinn lagðist í dvala vegna COVID-19 slógu Már og faðir hans ekki slöku við og æfðu stíft þrátt fyrir tafir á ferðalaginu.

Sú vinna hefur skilað honum, þeim sem á bak við hann standa og öllu samfélaginu vörðu sem heiðraður var við þetta tilefni.

Nú halda þeir feðgar á Evrópumeistaramót á Madeira og er stefnan síðan tekin á Ólympíuleikana í Tókýó.

Gestir Courtyard by Marriott-hótelsins og veitingarstaðarins The Bridge geta styrkt Má í vegferð hans að Ólympíuleikana með því að bæta 250 krónum við reikning sinn, eða þeirri upphæð sem þau vilja gefa, sem fer beint í styrktar sjóð Más.