Manchester United lagði Brigton að velli 3-1 þegar liðin mættust í 12. umferð ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu karla á Old Trafford í dag. Andreas Pereira kom Manchester United og Davy Propper varð svo fyrir því óláni að skora sjálfsmarki.

Lewis Dunk minnkaði muninn fyrir Brigton áður en Marcus Rashford gulltryggði sigur Manchester United sem hefur 16 stig sjöunda sæti deildarinnar eftir þennan sigur.

Wolves sem bar siguorð af Aston Villa með tveimur mörkum gegn einu hefur einnig 16 stig en Bournemouth hefur þar að auki 16 stig. Ruben Neves og Raul Jimenez komu Wolves 2-0 yfir en Trezeguet lagaði stöðuna fyrir Aston Villa.

Brighton er í níunda sæti deildarinnar með 15 stig og Aston Villa er í því 17. með 11 stig. Aston Villa er þremur stigum frá fallsvæði deildarinnar .