Manchester United hefur hækkað samningstilboð sitt til spænska landsliðsmarkvarðarsins David de Gea samkvæmt heimildum PA Sport en samningur De Gea rennur út næsta sumar.

Samningaviðræður hafa staðið yfir á milli Mancester United og De Gea í töluverðan tíma en nú virðast forráðamenn Manchester United hafa hug á því að ganga frá málum sem fyrst.

De Gea kom til Manchester United frá spænska liðinu Atlético Madrid árið 2011 en þessi 28 ára gamli markvörður hefur verið orðaður við Paris Saint-Germain, Juventus og Real Madrid undanfarið.

Hann hefur fjórum sinnum verið valinn markvörður ársins hjá Manchester United og Ole Gunnar Solskjaer knattspyrnustjóri liðsins hefur sagt að hann vilji ólmur hafa De Gea áfram í herbúðum félagsins.