Dregið var í átta liða úrslit og undanúrslit í Evrópudeildinni í knattspyrnu karla í hádeginu í dag. Leiknir hafa verið fyrri leikirnir í öllum viðureignum 16 liða úrslitanna fyrir utan rimmu Inter Milan og Getafe og Sevilla og Roma.

Vegna áhrifa sem kórónaveirufaraldurin hefur haft á framvindu Evrópudeildarinnar verður einungis leikinn einn leikur í átta liða úrslitum og undanúrslitunum í stað tveggja leikja viðureigna eins og venjan er.

Staðan í viðureignum 16 liða úrslitanna í Evr­ópu­deild­inni er eftirfarandi:

Wolfs­burg - ​Shakt­h­ar Donetsk 1-2

Frankfurt - Basel 0-3

LASK Linz Manchester United 0-5 

Ist­an­búl Basak­sehir - ​FC Köben­havn 1-0

Ran­gers - Bayer Le­verku­sen 1-3

Olymp­iacos - ​Wol­ves 1-1

In­ter Milan - ​Geta­fe

Sevilla - ​Roma

Leikirnir í átta liða úrslitum verða eftirfarandi:

Wolfs­burg/​Shakt­h­ar Donetsk - Frankfurt/​Basel

LASK Linz/​Manchester United - Istanbul Basak­sehir/​FC Kö­ben­havn

In­ter Milan/​Geta­fe - Ran­gers/​Bayer Leverkusen

Olymp­iacos/​Wol­ves - Sevilla/​Roma

Liðin sem hafa betur í viðureignum Olymp­iacos og Wol­ves annars vegar og Sevilla og Roma hins vegar mun mæta þeim liðum sem bera sigur úr býtum einvígum LASK Linz og Manchester United og Ist­an­búl Basak­sehir og FC Kö­ben­havn.

Þar af leiðandi mun sig­ur­veg­ar­inn úr viður­eign­um In­ter Milan Geta­fe og Ran­gers og Bayer Le­verku­sen leiða saman hesta sína við það lið sem kemst áfram úr viður­eign­um Wolfsburg og Shakt­h­ar Donetsk og Frankfurt og Basel.

Leikirnir í átta liða úrslitum, undanúrslitum og úrslitaleikur Evrópudeildarinnar verða leiknir í fjór­um borg­um í Þýskalandi dagana 10. til 21. ág­úst.