Sadio Mané og Thiago Alcantara eru farnir að æfa aftur með liði sínu, Liverpool, eftir að hafa verið í einangrun í kjölfar þess að hafa smitast af kórónaveirunni.

Naby Keita er hins vegar enn í einangrun en síðasta sýni sem tekið var af honum sýndi neikvæða niðurstöðu við kórónaveiru.

Þá er Joël Matip farinn að æfa á nýjan leik en hann hefur glímt við meiðsli í kálfa í upphafi yfirstandandi leiktíðar. Allison Becker er aftur á móti enn á meiðslalistanum hjá liðinu.

Liverpool mætir Everton í nágrannaslag í fimmtu umferð ensku úrvalsdeildarinnar í knattsprynu karla í hádeginu á laugardaginn kemur.

Fyrir þann leik er Everton með fullt hús stiga á toppi deildarinnar en Liverpool er hins vegar í fimmta sæti deildarinnar með níu stig. Leikmenn Liverpool koma inn í þennan leik eftir 7-2 tap gegn Aston Villa í síðasta leik liðsins fyrir landsleikjahléið.