Enski boltinn

Mané og Lovren á meiðslalistanum

Sadio Mané og Dejan Lovren verða ekki í leikmannahópi Liverpool þegar liðið mætir Bournemouth í 15. umferð ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu karla í hádeginu á morgun.

Sadio Mané verður fjarri góðu gamni hjá Liverpool á morgun. Frétablaðið/Getty

Jürgen Klopp knattspyrnustjóri Liverpool staðfesti það á blaðamannafundi sem haldinn var í dag að Sadio Mané og Dejan Lovren verði báðir fjarverandi þegar liðið mætir Bournemouth í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu karla í hádeginu á morgun vegna meiðsla sinna. 

Fyrr hafði Liverpool tilkynnt það að Joe Gomez yrði frá í fjórar til sex vikur vegna meiðsla sinna sem hann varð fyrir í leik liðsins gegn Burnley í vikunni. 

Leikur liðanna fer fram á Vitality Stadium heimavelli Bournemouth og hefst klukkan 12.30 á morgun. 

Fyrir leikinn er Liverpool í öðru sæti deildarinnar með 39 stig og getur skotist upp á topp deildarinnar í stundarsakir hið minnsta með sigri í leiknum. 

Bournemouth hefur hins vegar komið mörgum á óvart með vaskri framgöngu sinni á leiktíðinni og situr í sjöunda sæti með 23 stig og mun berjast um sæti í Evrópudeildinni á næstu leiktíð ef fram heldur sem horfir.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Enski boltinn

José Mourinho rekinn

Enski boltinn

Mourinho verður ekki refsað fyrir blótsyrðin

Enski boltinn

Viðræður hafnar við Martial

Auglýsing

Nýjast

Guðrún Brá lék á pari í dag

Ragnar og Arnór Þór verða liðsfélagar

Tindastóll fær Stjörnuna í heimsókn

Helgi kominn með nýtt starf

Al­þjóð­legt Cross­Fit mót haldið á Ís­landi í maí

Keflavík, Haukar og Njarðvík áfram í bikarnum

Auglýsing