Sadio Mané þurfti að fara á sjúkrahús eftir leik Senagals og Grænhöfðaeyja í 16 liða úrslitum Afríkukeppninnar í fótbolta karla sem fram fer í Kamerún þessa dagana.
Mané skoraði fyrra mark Senegals í leiknum en hann lenti svo í samstuði við Vozinha, markvörð Grænhöfðaeyja, og fengu þeir báðir höfuðhögg við áreksturinn.
Vozinha var vísað af velli með rauðu spjaldi fyrir sinn þátt í þessu atviki en Mané hélt leik áfram í nokkra stund. Mané var svo skipt af velli og fór í kjölfarið á sjúkrahús til þess að fá aðhlynningu.
Mané er á góðum batavegi og gæti verið með þegar Senegal mætir annað hvort Gíneu eða Malí í átta liða úrslitum keppninnar á sunnudaginn kemur.
What really matters 🇸🇳 🤝 🇨🇻 #TeamCapeVerde goalkeeper Vozinha pays a visit to the #TeamSenegal star at the hospital following the two players’ head collision ❤️#TotalEnergiesAFCON2021 | #AFCON2021 | @Fsfofficielle | @fcfcomunica pic.twitter.com/gS2GLVkw6X
— #TotalEnergiesAFCON2021 🏆 (@CAF_Online) January 25, 2022