Pep Guardiola hefur samkvæmt enskum fjölmiðlum áhuga á því að fá til liðs við sig annað hvort Jonny Evans eða Caglar Soyuncu miðverði Leicester City eða jafnvel báða.

Mðvarðarparið hefur leikið leikið einkar vel fyrir Leicester City á yfirstandandi leiktíð en liðið situr í öðru sæti deildarinnar eins og sakir standa.

Titilvörn Manchester City hefur hins vegar farið brösuglega af stað en meiðslavandræði hjá miðvörðum liðsins hefur verið ein ástæða þess að stigasöfnunin hefur verið hægari en áður undir stjórn Guardiola eftir 12 umferðir.

Vincent Kompany yfirgaf herbúðir félgasins í sumar og þá hefur Aymeric Laporte glímt við meiðsli lungann úr leiktíðinni. Manchester City hefur áður borið víurnar í Evans en félagið keypti Laporte í hans stað í janúar árið 2018. .

Soyuncu hefur skotist upp á sjónarsviðið í vetur en honum hefur tekist einkar vel við að fylla skarð Harry Maguire sem fór til Manchester United fyrir tímabilið.