Manchester City mun virkja ákvæði í samningi spænska landsliðsmannsins Rodri sem leikur með Atlético Madrid á næstunni og landa honum á næstu dögum.

Enska félagið þarf að greiða 63 milljónir punda til þess að losa Rodri undan samningi við Atlético Madrid en það hefur legið fyrir í nokkurn tíma að Pep Guardiola vilji styrkja miðsvæðið.

Fernandinho er orðinn 34 ára gamall og Guardiola hefur hug á að minnka álaðið á honum á næstu leiktíð og aukinheldur að finna leikmann sem getur tekið algerlega við hlutverki hans sem djúpur miðjumaður þegar fram í sæki.

Þá hefur Harry Maguire einnig verið orðaður við Manchester City til þess að fylla skarð Vincent Kompany sem fór til belgíska liðsins Anderlecht fyrr í sumar.