Roberto Mancini verður næsti þjálfari ítalska karlalandsliðsins í knattspyrnu, ef marka má frétt Skysports um málið. Mancini er eins og sakir standa við stjórnvölin hjá rússneska liðinu Zenit frá Pétursborg, en hann mun hætta störfum þar þegar rússnesku deildinni lýkur í lok maí og taka í kjölfarið við ítalska liðinu. 

Mancini tekur við liðinu ef að líkum lætur af Gian Piero Ventura sem látinn var taka pokann í kjölfar þess að ítalska liðið var slegið úr leik á móti Svíþjóð í umspili um laust sæti á heimsmeistaramótinu sem fram fer í Rússlandi í sumar. 

Mancini hefur á stjóraferli sínum stýrt Fiorentina, Lazio, Inter, Manchester City, Galatasaray og nú síðast Zenit. Mancini stýrði Fiorentina og Lazio til sigurs í ítalska bikarnum. Þá varð hann þvíegis ítalskur meistari seem knattpyrnustjóri Inter, auk þessa að verða tvisvar sinnum bikarmeistari við stjórnvölin hjá liðinu. 

Þá varð Mancini enskur meistari sem og enskur bikarmeistari á meðan hann hélt um stjórnartaumana hjá Manchester City. Loks varð hann tyrneskur bikarmeistari þegar hann stýrði Galatasaray.