Enska stórveldið Manchester United hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna ásakana á hendur Mason Greenwood um ofbeldi gegn kærustu sinni, Harriet Robson.

Klúbburinn segist meðvitaður um myndirnar og ásakanir gegn Greenwoon sem eru nú ganga á samfélagsmiðlum og Fréttablaðið hefur greint frá.

Þeir segjast ekki styðja ofbeldi af neinu tagi en munu ekki tjá sig frekar um málið fyrr en það hefur verið skoðað nánar.

Fréttablaðið greindi frá því að Harriet Robson kærasta enska knattspyrnukappans og íslandsvinarins, Mason Greenwood, sakar hann um ofbeldi á Instagram-síðu sinni.

Robson birti myndir af sér í sögu á Instagram-síðu sinni þar sem hún sýnir áverka ásamt hljóðklippum þar sem svo virðist sem Greenwood sé að neyða hana til að stunda kynlíf með sér.