Dale Vince, formaður enska félagsins Forest Green Rovers, félags sem leggur mikið upp úr því að vera umhverfisvænt, sakar Manchester United um umhverfisspjöll og skemmdarverk.

,,Knattspyrnuheimurinn fær á sig mikla gagnrýni sem snýr að umhverfismálum og umhverfisvitund félaganna. Það er sagt að við getum ekki orðið fullkomlega græn íþrótt sökum þess að bæði lið og stuðningsmenn þurfa fljúga út í heim á leiki, til að mynda í Evrópuleiki. Hér er um að ræða leik innanlands og lítil fjarlægð er á milli Manchesterborgar og Leicester. Versta ákvörðunin var tekin, að fljúga í leikinn í staðinn fyrir að keyra,“ sagði Dale Vince, formaður Forest Green Rovers.

Vanalega myndi akstur frá Manchesterborg til Leicester taka um það bil tvær og hálfa klukkustund. Í yfirlýsingu Manchester United sem félagið sendi frá sér kjölfar þess að hafa fengið á sig gagnrýni fyrir að hafa flogið í leikinn, ber félagið fyrir sig þeirri afsökun að hafa fengið fréttir af miklum umferðartöfum á leiðinni til Leicester. Sökum þessa upplýsinga hafi verið ákveðið að fljúga í leikinn.

Á heildina litið eru flugferðir taldar losa um það bil 2% af þeim gróðurhúsalofttegundum sem fara út í andrúmsloftið ár hvert. „Það að fljúga þegar aðeins eitthundrað mílur skilja borgirnar að er ömurleg ákvörðun. Það er skemmdarverk í loftslagsmálum,“ segor Dale Vince, formaður Forest Green Rovers.