Fótbolti

Rashford tryggði sjötta sigur Solskjær í röð

Ole Gunnar Solskjær knattspyrnustjóri Manchester United hefur haft betur í öllum sex leikjunum sem hann hefur stýr liðinu. Liðið lagði Tottenham Hotspur að velli með einu marki gegn engu í 22. umferð ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu karla á Wembley í dag.

Marcus Rashford horfir hér á eftir boltanum fara framhjá Hugo Lloris og í markið. Fréttablaðið/Getty

Marcus Rashford skoraði sigurmark Manchester United þegar liðið fór með sigur af hólmi gegn Tottenham Hotspur í 22. umferð ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu karla á Wembley í dag. 

Rashford fékk þá laglega stungusendingu inn fyrir vörn Tottenham Hotspur frá Paul Pogba og kláraði færið með föstu og hnitmiðuðu skoti í fjærhornið sem Hugo Lloris markvörður Tottenham Hotspur réði ekki við. 

Ole Gunnar Solskjær sem tók við stjórnartaumunum hjá Manchester United skömmu fyrir jól hefur nú stýrt liðinu til sigur í sex leikjum í röð í öllum keppnum. 

Manchester United er komið upp að hlið Arsenal sem situr í fimmta sæti deildarinnar, en liðin eru sex stigum á eftir Chelsea sem er í fjórða sætinu sem er neðsta sætið sem veitir þátttökurétt í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð. 

Tottenham Hotspur er svo í þriðja sæti deildarinnar með 48 stig, en liðið er níu stigum á eftir Liverpool sem trónir á toppi deildarinnar. 

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Fótbolti

Andorra sýnd veiði en ekki gefin

Enski boltinn

Rooney heldur með Man City í titilbaráttunni

Fótbolti

Marcus Rashford á heimleið vegna meiðsla

Auglýsing

Nýjast

Króatar í basli gegn Aserbaídsjan

Stjarnan og Njarðvík unnu fyrstu leikina

Næstu Ólympíu­leikar þeir síðustu hjá Si­mone Biles

Gunnar niður um eitt sæti á styrk­leika­lista UFC

City og Barcelona að berjast um Saul

Mourinho búinn að neita nokkrum starfstilboðum

Auglýsing