Enski boltinn

Manchester United byrjar leiktíðina með sigri

Manchester United hóf leik í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu karla með 2-1-sigri þegar liðið mætti Leicester City í fyrsta leik deildarinnar á Old Trafford í kvöld.

Paul Pogba skorar hér fyrsta mark ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu karla á yfirstandandi leiktíð. Fréttablaðið/Getty

Manchester United hefur ensku úrvalsdeildina í knattspyrnu karla með sigri, en liðið lagði Leicester City að velli með tveimur mörkum gegn engu í fyrsta leik deildarinnar á Old Trafford í kvöld. 

Leikurinn hófst afar fjörlega, en strax á annarri mínútu leiksins var dæmd á vítaspyrna á Daniel Amartey, leikmann Leicester City, fyrir að handleika boltann innan vítateigs Manchester United. 

Paul Pogba steig á vítapunktinn og skoraði af feykilegu öryggi með hnitmiðuðu skoti upp í samskeytin. Annað mark Manchester United í leiknum kom úr afar óvæntri átt, en Luke Shaw skoraði sitt fyrsta mark fyrir liðið og innsiglaði sigurinn. 

Jamie Vardy sem hóf leikinn á varamannabekk Leicester City minnkaði muninn fyrir liðið í uppbótartíma leiksins. Vardy var þá réttur maður á réttum stað og skallaði boltann í netið í autt markið af stuttu færi. 

Bæði lið fengu fín færi til þess að bæta við mörkum í leiknum, en það besta fékk Romelu Lukaku sem kom inná sem varamaður í seinni háfleik. Lukaku var aleinn í vítateig Leicester City, en Kasper Schmeichel sá við honum með frábæru úthlaupi. 

Niðurstaðan varð naumur sigur Manchester United sem varð í öðru sæti deildarinnar á síðustu leiktíð. José Mourinho, knattspyrnustjóri Manchester United, sem hefur haft flestallt á hornum sér í sumar fer því glaður inn í helgina. 

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Enski boltinn

Liverpool með fullt hús stiga

Enski boltinn

Karius að yfirgefa Liverpool á láni

Enski boltinn

Vantar bara tvær þrennur til að jafna met Shearers

Auglýsing

Nýjast

Fjórða þrenna Viktors tryggði Þrótti fjórða sigurinn í röð

Guðmundur Karl kom Fjölni til bjargar á elleftu stundu

Valsmenn unnu toppslaginn í Kópavogi

Messi kemur ekki til greina sem leik­maður ársins

„Dagný hringdi og tilkynnti að þetta myndi ekki nást“

Sigraði í ­bol til­einkuðum fórnarlömbum Nassar

Auglýsing