Fótbolti

Manchester United byrjar leiktíðina með sigri

Manchester United hóf leik í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu karla með 2-1-sigri þegar liðið mætti Leicester City í fyrsta leik deildarinnar á Old Trafford í kvöld.

Paul Pogba skorar hér fyrsta mark ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu karla á yfirstandandi leiktíð. Fréttablaðið/Getty

Manchester United hefur ensku úrvalsdeildina í knattspyrnu karla með sigri, en liðið lagði Leicester City að velli með tveimur mörkum gegn engu í fyrsta leik deildarinnar á Old Trafford í kvöld. 

Leikurinn hófst afar fjörlega, en strax á annarri mínútu leiksins var dæmd á vítaspyrna á Daniel Amartey, leikmann Leicester City, fyrir að handleika boltann innan vítateigs Manchester United. 

Paul Pogba steig á vítapunktinn og skoraði af feykilegu öryggi með hnitmiðuðu skoti upp í samskeytin. Annað mark Manchester United í leiknum kom úr afar óvæntri átt, en Luke Shaw skoraði sitt fyrsta mark fyrir liðið og innsiglaði sigurinn. 

Jamie Vardy sem hóf leikinn á varamannabekk Leicester City minnkaði muninn fyrir liðið í uppbótartíma leiksins. Vardy var þá réttur maður á réttum stað og skallaði boltann í netið í autt markið af stuttu færi. 

Bæði lið fengu fín færi til þess að bæta við mörkum í leiknum, en það besta fékk Romelu Lukaku sem kom inná sem varamaður í seinni háfleik. Lukaku var aleinn í vítateig Leicester City, en Kasper Schmeichel sá við honum með frábæru úthlaupi. 

Niðurstaðan varð naumur sigur Manchester United sem varð í öðru sæti deildarinnar á síðustu leiktíð. José Mourinho, knattspyrnustjóri Manchester United, sem hefur haft flestallt á hornum sér í sumar fer því glaður inn í helgina. 

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Fótbolti

Veit vel hversu gott lið Ísland er með

Fótbolti

Birkir reynst Frökkum erfiður undanfarin ár

Fótbolti

Hef góða tilfinningu fyrir leiknum

Auglýsing

Nýjast

Fékk þau svör sem ég var að leitast eftir

Grindavík jafnaði metin | Njarðvík komið 2-0 yfir

Sigur á Selfossi kemur Haukum í lykilstöðu

Coman ekki með Frökkum gegn Íslandi

Jóhann Berg ekki með á morgun

Agla María framlengir við Blika til 2022

Auglýsing