Manchester City hefur stað­fest kaupin á hollenska varnar­manninum Nat­han Ake frá Bour­nemouth. City greiðir 41 milljón punda, rúma sjö milljarða króna, fyrir varnar­manninn sterka. Sky Sports greindi frá þessu nú í kvöld.

Ake, sem er 25 ára gamall, hafði spilað með Bour­nemouth frá árinu 2017 en hann var áður á mála hjá Chelsea í ensku úr­vals­deildinni. Hjá Chelsea tókst honum ekki að festa sig í sessi en eftir komuna til Bour­nemouth, fyrst sem láns­maður tíma­bilið 2016/17, blómstraði hann og spilaði hann sína fyrstu lands­leiki fyrir Holland árið 2017.

Kaupin á Ake höfðu legið í loftinu í nokkurn tíma en í gær til­kynnti Manchester City að fé­lagið hefði fest kaup á spænska væng­manninum Ferran Tor­res frá Valencia. City endaði í 2. sæti ensku úr­vals­deildarinnar, 18 stigum á eftir Liver­pool.