Enski boltinn

Manchester City enskur meistari í fimmta sinn

Manchester City er enskur meistari í fimmta sinn í sögu félagsins og þriðja sinn frá stofnun ensku úrvalsdeildarinnar en þetta varð ljóst eftir óvænt úrslit á Old Trafford í dag en Manchester United getur ekki lengur náð nágrönnum sínum.

Silva, Jesus og De Bruyne og félagar eru eflaust einnig hoppandi kátir þessa stundina. Fréttablaðið/Getty

Manchester City er enskur meistari í fimmta sinn í sögu félagsins og þriðja sinn frá stofnun ensku úrvalsdeildarinnar en þetta varð ljóst eftir óvænt úrslit á Old Trafford í dag þegar West Brom vann sigur á Manchester United.

Mistókst City að tryggja sér meistaratitilinn um síðustu helgi á heimavelli þegar nágrannarnir frestuðu sigurhátíðinni en það kom ekki að sök.

Eftir 3-1 sigur á Wembley í gær þurfti Manchester City aðeins tvö stig eða að treysta á að Manchester United myndi misstíga sig til að titillinn væri í höfn.

Þeir áttu eflaust ekki von á því að botnlið deildarinnar myndi valda usla á Old Trafford og hafði Pep Guardiola orð á því að hann ætlaði frekar út á golfvöll í stað þess að fylgjast með í ljósi þess að West Brom myndi ekki taka stig úr leiknum.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Enski boltinn

Guardiola ætlar í golf frekar en að horfa á United

Enski boltinn

Smalling skoraði í þriðja útileiknum í röð

Enski boltinn

Grétar Rafn ræður Joey Barton sem knatt­spyrnu­stjóra

Auglýsing

Nýjast

NBA

Tryggvi einn af bestu Evrópubúunum í nýliðavalinu

Körfubolti

Martin leikmaður umferðarinnar

Sport

Andrea og Arnar komu fyrst í mark

Handbolti

Sebastian og Rakel Dögg munu stýra Stjörnunni

Körfubolti

Jón mun þjálfa bæði Keflavíkurliðin

NBA

Eiginkona Popovich látin

Auglýsing