Enski boltinn

Manchester City enskur meistari í fimmta sinn

Manchester City er enskur meistari í fimmta sinn í sögu félagsins og þriðja sinn frá stofnun ensku úrvalsdeildarinnar en þetta varð ljóst eftir óvænt úrslit á Old Trafford í dag en Manchester United getur ekki lengur náð nágrönnum sínum.

Silva, Jesus og De Bruyne og félagar eru eflaust einnig hoppandi kátir þessa stundina. Fréttablaðið/Getty

Manchester City er enskur meistari í fimmta sinn í sögu félagsins og þriðja sinn frá stofnun ensku úrvalsdeildarinnar en þetta varð ljóst eftir óvænt úrslit á Old Trafford í dag þegar West Brom vann sigur á Manchester United.

Mistókst City að tryggja sér meistaratitilinn um síðustu helgi á heimavelli þegar nágrannarnir frestuðu sigurhátíðinni en það kom ekki að sök.

Eftir 3-1 sigur á Wembley í gær þurfti Manchester City aðeins tvö stig eða að treysta á að Manchester United myndi misstíga sig til að titillinn væri í höfn.

Þeir áttu eflaust ekki von á því að botnlið deildarinnar myndi valda usla á Old Trafford og hafði Pep Guardiola orð á því að hann ætlaði frekar út á golfvöll í stað þess að fylgjast með í ljósi þess að West Brom myndi ekki taka stig úr leiknum.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Enski boltinn

Guardiola ætlar í golf frekar en að horfa á United

Enski boltinn

City tapaði fyrsta æfingaleiknum

Enski boltinn

Son og Lamela framlengja við Tottenham

Auglýsing

Nýjast

Hörður lék sinn fyrsta leik fyrir CSKA í dag

Besti hringur Tigers á risamóti síðan 2011

Þrír jafnir á toppnum á Opna breska

HK aftur á toppinn eftir sigur á Grenivík

Berglind Björg skaut Blikum í bikarúrslit

María og Ingvar Íslandsmeistarar

Auglýsing