Manchester City er við það að ganga frá kaupunum á Zack Steffen, bandarískum landsliðsmarkmanni sem var valinn markvörður ársins í MLS-deildinni á þessu ári.

Enska félagið greiðir um sex milljónir evra fyrir Steffen en verðmiðinn fer hækkandi takist honum að ná ákveðnum áföngum með liðinu.

Ólíklegt er að Steffen fái atvinnuleyfi í fyrstu í Englandi þar sem hann hefur aðeins leikið sex leiki fyrir Bandaríkin og mun hann því eyða næstu mánuðum á láni.

Steffen átti frábært tímabil með Columbus Crew þar sem hann var valinn markvörður ársins en hann  verður dýrasti markvörðurinn í sögu deildarinnar.

 Greina erlendir miðlar frá því að hann sé þegar búinn að standast læknisskoðun og búinn að skrifa undir hjá ensku meisturunum.