Enski boltinn

Manchester City bætir við nýjum markmanni

Manchester City er við það að ganga frá kaupunum á Zack Steffen, bandarískum landsliðsmarkmanni sem var valinn markvörður ársins í MLS-deildinni á þessu ári.

Hinn 23 árs gamli Steffen var í lykilhlutverki hjá Columbus Crew. Fréttablaðið/Getty

Manchester City er við það að ganga frá kaupunum á Zack Steffen, bandarískum landsliðsmarkmanni sem var valinn markvörður ársins í MLS-deildinni á þessu ári.

Enska félagið greiðir um sex milljónir evra fyrir Steffen en verðmiðinn fer hækkandi takist honum að ná ákveðnum áföngum með liðinu.

Ólíklegt er að Steffen fái atvinnuleyfi í fyrstu í Englandi þar sem hann hefur aðeins leikið sex leiki fyrir Bandaríkin og mun hann því eyða næstu mánuðum á láni.

Steffen átti frábært tímabil með Columbus Crew þar sem hann var valinn markvörður ársins en hann  verður dýrasti markvörðurinn í sögu deildarinnar.

 Greina erlendir miðlar frá því að hann sé þegar búinn að standast læknisskoðun og búinn að skrifa undir hjá ensku meisturunum.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Enski boltinn

Doherty hetja Úlfanna gegn Newcastle

Enski boltinn

Tottenham aftur upp fyrir nágrannaliðin

Enski boltinn

Chelsea fyrsta liðið til að vinna City í vetur

Auglýsing

Nýjast

Njarðvíkingar með fimm sigra í röð

Öruggur Vals­sigur í Reykja­víkurs­lagnum gegn Fram

Segja Björn Daníel hafa samþykkt tilboð frá FH

Róbert Ísak raðar inn titlum

Heimir mættur til Katar

Gunnar sigraði and­stæðinginn al­blóðugan

Auglýsing