Síðasti leikur 16 liða úrslitanna í ensku bikarkeppninni í knattspyrnu karla fór fram í kvöld en þar sló Manchester United ríkjandi bikarmeistara Chelsa úr leik á Stamford Bridge. 

Eftir að þeim leik lauk var dregið í átta liða úrslit keppninnar. Sex úrvalsdeildarlið voru í pottinum og tvö lið úr B-deildinni. 

Manchester United sækir Wolves heim og Manchester City heimsækir Swansea City. Þá verður úrvalsdeildarslagur Watford og Newcastle United á dagskrá og Millwall fær Brighton í heimsókn. 

Hér að neðan má sjá viðureignir átta liða úrslitanna sem leiknar verða föstudaginn 15. mars. 

Swansea City - Manchester City
Watford - Newcastle United
Wolves - Manchester United
Millwall - Brighton