Manchester United vann 2-1 sigur á Watford og um leið annan sigur sinn í röð í ensku úrvalsdeildinni í eftirmiðdagsleiknum á Vicarage Road.

Var þetta í fimmtu umferð úrvalsdeildarinnar og reyndist vera fyrsti leikurinn sem Watford tapar stigum á þessu tímabili.

Romelu Lukaku og Chris Smalling komu Manchester United yfir en Andre Gray hleypti spennu í leikinn á ný þegar hann minnkaði muninn.

Bæði lið fengu tækifæri til að bæta við mörkum og komst Watford nálægt því að stela stigi á lokamínútunum en David De Gea stóð vaktina vel í marki gestanna.

Nemanja Matic fékk seinna gula spjald sitt í uppbótartíma og var vísað af velli en það kom ekki að sök þar sem aðeins mínúta var eftir.