Enski boltinn

Man United fyrsta liðið til að sigra Watford í vetur

Manchester United vann 2-1 sigur á Watford og um leið annan sigur sinn í röð í ensku úrvalsdeildinni í eftirmiðdagsleiknum á Vicarage Road.

Bleikklæddir United-menn fagna marki á Vicarage Road í dag. Fréttablaðið/Getty

Manchester United vann 2-1 sigur á Watford og um leið annan sigur sinn í röð í ensku úrvalsdeildinni í eftirmiðdagsleiknum á Vicarage Road.

Var þetta í fimmtu umferð úrvalsdeildarinnar og reyndist vera fyrsti leikurinn sem Watford tapar stigum á þessu tímabili.

Romelu Lukaku og Chris Smalling komu Manchester United yfir en Andre Gray hleypti spennu í leikinn á ný þegar hann minnkaði muninn.

Bæði lið fengu tækifæri til að bæta við mörkum og komst Watford nálægt því að stela stigi á lokamínútunum en David De Gea stóð vaktina vel í marki gestanna.

Nemanja Matic fékk seinna gula spjald sitt í uppbótartíma og var vísað af velli en það kom ekki að sök þar sem aðeins mínúta var eftir.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Enski boltinn

Skytturnar unnu nágrannaslaginn gegn Chelsea

Enski boltinn

Gylfi Þór jafnaði markamet Eiðs Smára í dag

Enski boltinn

Liverpool slapp með skrekkinn gegn Palace

Auglýsing

Nýjast

Í beinni: Þýskaland - Ísland

Frakkar unnu sannfærandi sigur á Spáni

PAOK búið að bjóða í Sverri Inga

Jota með þrennu í dramatískum sigri Úlfanna

Alexander-Arnold fær nýjan samning

Færeyingurinn Jákúp kemur aftur til FH

Auglýsing