FIFA sektaði í dag enska knattspyrnufélagið Manchester City um 315.000 punda sem samsvarar tæplega 50 milljónum íslenska króna fyrir að hafa rangt við í félagaskiptum á leikmönnum sem eru yngri en 18 ára.

Mögulegt er að refsa félögum með banni við kaupum á leikmönnum fyrir ámóta brot og Manchester City viðhafði en enska félagið slapp við þess háttar refsingu.

Manchester City gerðist brotlegt við 19. grein reglugerðar FIFA um félagaskipti sem leggur bann við kaupum á leikmönnum sem eru yngri en 18 ára gamlir á milli landa.

Chelsea var bannað að kaupa leikmenn í félagaskiptaglugganum sem lauk nýverið sem og þeim næsta fyrir brot gegn sama ákvæði reglugerðarinnar.