Ís­land hefur leik á EM kvenna í dag gegn Belgum. For­eldrar Svein­dísar Jane Jóns­dóttur eru spennt fyrir deginum og heldur mamma Svein­dísar að hún leggi upp mark með inn­kasti.

„Ég er mjög spennt og ég veit að hún mun gera sitt besta,“ segir Enice Qu­ason, mamma Svein­dísar.

„Spenningurinn er náttúru­lega alveg í toppi í sjálfu sér. Maður finnur fyrir smá, ekki stress kannski, en ég má helst ekki sitja þegar hún spilar, ég verð helst að standa þegar ég horfi á leiki með henni,“ segir Jón Sveins­son, pabbi hennar.

Þau spá bæði ís­lenskum sigri í dag. „Við vinnum 2-1 og Svein­dís verður með stoð­sendingu úr inn­kasti,“ segir Enice.