Ýr Sigurðardóttir, mamma Gunnhildar Yrsu Jónsdóttir, er mætt með skrautlega hárgreiðslu til að styðja við bakið á íslenska kvennalandsliðinu á Evrópumótinu.

„Ég var með rakað fimm í hárið fyrir EM í Hollandi og ég lofaði að gera eitthvað enn merkilegra í ár,“ sagði Ýr í samtali við Fréttablaðið og skellti upp úr.

Hún bætti við að það væri gaman að vera kominn til Englands og var vongóð um íslenskan sigur í kvöld.