ADHD samtökin verða með málþing á morgun þar sem fjallað verður meðal annars um áskoranir sem börn með ADHD mæta í íþróttaiðkun í tilefni alþjóðlega ADHD vitundarmánaðarins.

Á málþinginu verða Hvatningarverðlaun ADHD samtakanna einnig afhent í fyrsta sinn - einstaklingi sem með mikilsverðum hætti hefur lagt sitt af mörkum til að bæta lífsgæði fólks með ADHD á Íslandi.

Hægt er að skrá sig hér.

Verður meðal annars fjallað um mikilvægi þess að þjálfarar og þeir sem vinna með börnum með ADHD séu skilningsríkir og þekki áskoranirnar sem börn sem eru með ADHD standi frammi fyrir.

Þá verður kynnt nýtt námskeið ADHD samtakanna sem nefnist TÍA- tómstundir, íþróttir og ADHD auk þess sem fjallað verður um nokkrar nýstárlegar þjálfunarleiðir sem gefið hafa góða raun í vinnu með börnum með ADHD.

Dagskrá málþingsins:

12:30 – 13:00 Móttaka og skráning

13:00 – 13:10 Setning málþings – Vilhjálmur Hjálmarsson, formaður ADHD samtakanna

13:10 – 13:20 Ávarp - Lilja Dögg Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra

13:20 – 13:30 Hvatningarverðlaun ADHD Samtakanna

13:30 – 14:00 TÍA – tómstundir, íþróttir og ADHD - Bóas Valdórsson sálfræðingur MH

14:00 – 14:30 YAP – Young Ahlete Project- Hreyfiáætlun

Þóra Sigrún Hjaltadóttir leikskólastjóri, Heilsuleikskólinn Skógarás.

Ásta Katrín Helgadóttir íþróttakennari/fagstjóri hreyfingu, Heilsuleikskólinn Skógarás.

14:30 – 14:45 Gunnar Helgason kynnir bókina „ Alexander Daníel Hermann Dawidsson, BANNAÐ AÐ EYÐILEGGJA“

14:45 – 15:00 KAFFIHLÉ

15:00 – 15:30 Ævintýrabúðir og íþróttastarf SLF - Margrét Vala Marteinsdóttir, Styrktarfélagi Lamaðra og fatlaðra

15:30 – 16:00 „Sestu, leggstu, hoppa, húlla“ Að styðjast við hund í vinnu með börnum - Gunnhildur Jakobsdóttir, Æfingastöðinni

16:00 Samantekt og málþingsslit