Írinn og Íslandsvinurinn Conor McGregor mætti í réttarsal í dag til að svara fyrir árás hans á eldri mann á Marble Arch barnum í Dublin fyrir um hálfu ári. Réttarhöldunum var frestað til 1. nóvember eftir að lögfræðingar tókust á um ákæruna.

McGregor á yfir höfði sér sex mánaða fangelsi og um 1.500 punda sekt verði hann fundinn sekur.

Michael Staines, lögfræðingur McGregor, bað um frestun á málinu í nokkrar vikur og varð saksóknari við þeirri frestun. Alls tóku réttarhöldin um tvær mínútur.