Fréttablaðið hefur greint frá því að Gylfi er búsettur í London og hefur verið síðustu mánuði. Hann var handtekinn um miðjan júlí á síðasta ári og er grunaður um kynferðisbrot gegn ólögráða einstaklingi.

16 janúar er á sunnudag en niðurstaða í málinu ætti að liggja fyrir um eða eftir helgi. Þrír möguleikar eru í stöðunni, að Gylfi verði áfram laus gegn tryggingu, að lögreglan í Manchester gefi út ákæru í málinu eða að málið verði fellt niður.

Gylfi hefur vegna málsins ekkert spilað með Everton á núverandi tímabili og er ólíklegt að hann spili aftur fyrir félagið.

Á meðan málið er til rannsóknar er Gylfi í farbanni frá Bretlandseyjum.