Japanska landsliðið undir stjórn Dags Sigurðssonar þurfti að sætta sig við níu marka tap 39-28 gegn Makedóníu í fyrsta leik B-riðilsins í Munchen í dag.

Þetta er í fyrsta sinn sem Dagur stýrir japanska liðinu á HM og fékk hann enga draumabyrjun í Ólympíuhöllinni. Makedónía hóf leikinn af krafti og náði snemma leiks góðu forskoti sem Japan var alltaf að eltast við. 

Munurinn var fimm mörk í hálfleik, 18-13 áður en Japan gerði atlögu að því að jafna metin undir lok leiksins með góðu áhlaupi.

Þá tókst Japan að minnka forskotið niður í fjögur mörk en Makedónía kláraði leikinn á 8-3 spretti sem gerði endanlega út um vonir japanska liðsins.