Handbolti

Makedónía vann öruggan sigur á lærisveinum Dags

​Japanska landsliðið undir stjórn Dags Sigurðssonar þurfti að sætta sig við níu marka tap 39-28 gegn Makedóníu í fyrsta leik B-riðilsins í Munchen í dag.

Shinnosuke Tokuda mætir kröftugri vörn Makedóníu Fréttablaðið/EPA

Japanska landsliðið undir stjórn Dags Sigurðssonar þurfti að sætta sig við níu marka tap 39-28 gegn Makedóníu í fyrsta leik B-riðilsins í Munchen í dag.

Þetta er í fyrsta sinn sem Dagur stýrir japanska liðinu á HM og fékk hann enga draumabyrjun í Ólympíuhöllinni. Makedónía hóf leikinn af krafti og náði snemma leiks góðu forskoti sem Japan var alltaf að eltast við. 

Munurinn var fimm mörk í hálfleik, 18-13 áður en Japan gerði atlögu að því að jafna metin undir lok leiksins með góðu áhlaupi.

Þá tókst Japan að minnka forskotið niður í fjögur mörk en Makedónía kláraði leikinn á 8-3 spretti sem gerði endanlega út um vonir japanska liðsins.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Handbolti

Sjáum í þessum leikjum hvar liðið stendur

Handbolti

Mæta Argentínu en ekki Angóla á æfingarmótinu

Handbolti

Ragnheiður inn í landsliðið fyrir Mariam

Auglýsing

Nýjast

Andorra sýnd veiði en ekki gefin

Króatar í basli gegn Aserbaídsjan

Stjarnan og Njarðvík unnu fyrstu leikina

Næstu Ólympíu­leikar þeir síðustu hjá Si­mone Biles

Rooney heldur með Man City í titilbaráttunni

Marcus Rashford á heimleið vegna meiðsla

Auglýsing