Handbolti

Makedónía og Króatía á toppi riðilsins

Makedónía og Króatía hafa bæði borið sigurorð í báðum leikjum sínum í B-riðli heimsmeistaramótsins í handbolta karla.

Kiril Lazarov er orðinn markahæsti leikmaðurinn í sögu HM. Fréttablaðið/Getty

Makedónía lagði Aron Kristjánsson og lærisveina hans hjá Barein að velli 28-23 í fyrsta leik í annarri umferð B-riðils á heimsmeistaramótinu í handbolta karla í dag. 

Kiril Lazarov var markahæsti leikmaður Makedóna í leiknum með átta mörk, en hann er þar af leiðandi orðinn sá leikmaður sem skorað hefur mest í sögu HM 311 mörk talsins. 

Kyung-Shin Yoon frá Suður-Kór­eu kemur næst með 310 mörk og Guðjón Val­ur Sig­urðsson þar á eftir með 294 mörk. 

Husain Alsayyad var atkvæðamestur hjá Barein með sex mörk og Bilal Basham skoraði næst mest eða fimm mörk. 

Króatía bar svo sigur úr býtum 35-27 gegn Japan sem leikur undir stjórn Dags Sigurðssonar. Zlatko Horvat dró vagninn í sóknarleik Króata með sín átta mörk, en Shinnosuke Tokuda var öflugastur hjá Japan með sex mörk.  

Makedónía og Króatía eru með fullt hús stiga eftir tvær umferðir og tróna á toppi B-riðilsins. Spánn er í þriðja sæti með tvö stig og Ísland, Barein og Japan eru án stig. 

Annarri umferðinni í B-riðlinum lýkur með leik Íslands og Spánar sem hefst klukkan 18.00 í kvöld. 

Aron Kristjánsson þjálfari Barein gefur skipanir af hliðarlínunni í leiknum í dag. Fréttablaðið/Getty

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Handbolti

Góð frammistaða en svekkjandi úrslit

Handbolti

Sjáum í þessum leikjum hvar liðið stendur

Handbolti

Mæta Argentínu en ekki Angóla á æfingarmótinu

Auglýsing

Nýjast

Leystu verkefnið fagmannlega í Andorra

Ísland hóf undankeppnina með sigri

Aron og Alfreð byrja báðir

Börsungar tilbúnir að selja Coutinho

Ágætis byrjun hjá Arnari og Eiði

Andorra sýnd veiði en ekki gefin

Auglýsing