Krafta­jötnarnir Magnús Ver Magnús­son og hinn banda­ríski Bill Kazma­i­er mættust í fyrsta skipti í þrjá­tíu ár á laugar­daginn. Áttust þeir við í sér­stökum við­burði á Giants Live mótinu í Lundúnum og héldu tveimur grískum stólpum. Er það kallað Herkú­lesar­haldið og vegur hvor stólpi 160 kíló­grömm. Magnús og Kazma­i­er eru tveir af sigur­sælustu krafta­jötnum sögunnar. Magnús var í fjór­gang sterkasti maður heims og Kazma­i­er þrisvar.

Árið 1989 lenti þeim saman í keppni eftir að Kazma­i­er hrinti Magnúsi svo að hann missti tunnu ofan af brú. Tunnan lenti hins vegar á O.D. Wil­son, sam­herja Kazma­i­ers í keppninni. Skemmst er frá því að segja að Magnús hafði betur. Hélt hann stólpunum í hundrað sekúndur á meðan Kaz mai­er hélt í á­tján. Það þó að Magnús hafi ný­lega gengist undir stofn­frumu­með­ferð á hnjám.

„Ég vissi ekkert hvað eða hvort ég gæti eitt­hvað í þessu lengur eða hvort þetta yrði mjög sárt,“ segir Magnús Ver við Frétta­blaðið.

„En eftir að ég byrjaði og fann jafn­vægið þá datt gamla keppnis­skapið í gang. Þetta var eins og að fara aftur í tímann. And­rúms­loftið var raf­magnað, ég hreifst með og þetta var ekkert mál.“

Aðsend/Zoie Carter-Ingham
Aðsend/Zoie Carter-Ingham
Aðsend/Zoie Carter-Ingham
Aðsend/Zoie Carter-Ingham
Aðsend/Zoie Carter-Ingham
Aðsend/Zoie Carter-Ingham
Aðsend/Zoie Carter-Ingham