Afturelding varð í hádeginu í dag síðasta liðið í 1. deild karla í knattspyrnu til þess að ganga frá ráðningu á aðalþjálfara liðsins. Magnús Már er uppaldinn hjá Aftureldingu og hefur leikið rúmlega 100 leiki fyrir meistaraflokk liðsins.

Magnús Már Einarsson mun taka við stjórnartaumunum hjá Aftureldingu en hann hefur verið aðstoðarþjálfari liðsins síðustu tvær leiktíðir. Enes Cogic verður Magnúsi Má til halds og trausts.

Þetta var tilkynnt við vígslu á nýju fjölnota íþróttahúsi sem tekið hefur verið í notkun á íþróttasvæði Aftureldingar í hádeginu í dag.

Við sama tilefni var það tilkynnt að samningar við Júlíus Ármann Júlíusson Alexander Aron Davorsson þjálfar kvennaliðs félgasins hefðu verið endurnýjaðir.

Afturelding náði að halda sæti sínu í 1. deildinni með því að gera jafntefli við Þrótt Reykavík í lokaumferð deildarinnar í haust. Í kjölfarið skildu leiðir hjá Arnari Hallssyni og félaginu.