Körfubolti

Magnaður loka­sprettur skilaði Kefla­vík sigrinum

Keflavík kláraði leikinn á 16-2 spretti og náði að snúa leiknum sér í hag gegn KR í Dominos-deild karla í Sláturhúsinu í kvöld.

Reggie Dupree setti tíu stig í röð og átti stóran þátt í magnaðri endurkomu Keflvíkinga. Fréttablaðið/Andri marinó

Keflavík kláraði leikinn á 16-2 spretti og náði að snúa leiknum sér í hag gegn KR í 85-79 sigri í lokaleik annarar umferðar Dominos-deildar karla í Sláturhúsinu í kvöld.

KR virtist vera með leikinn í höndum sér þegar gestirnir náðu átta stiga forskoti undir lok fjórða leikhluta en þá settu Keflvíkingar aftur í gír.

Reggie Dupree snarhitnaði fyrir utan þriggja stiga línuna og setti niður þrjá stóra þrista í röð á meðan skotin hjá KR voru ekki að detta niður.

Skoraði hann tíu af sextán stigum Keflvíkinga í röð undir lok leiksins er Keflvíkingar unnu fyrsta sigur tímabilsins.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Körfubolti

Njarðvíkingar með fimm sigra í röð

Körfubolti

Snæfell hélt KR í 46 stigum

Körfubolti

Einkaþjálfari Currys opnaði nýja vídd

Auglýsing

Nýjast

Joe Gomez skrifar undir langan samning

Sameinast gegn notkun á ólöglegum efnum

Telur andleg veikindi aftra sér í leit að liði

Fjármálaráðherra mætir laskaður inn í vinnuvikuna

Ungur íslenskur þjálfari mun aðstoða Heimi

Heimir staðfestur sem þjálfari Al Arabi

Auglýsing