Handbolti

Magnaður endasprettur skilaði Haukum sigri

Atli Már Báruson skoraði 13 mörk fyrir Hauka sem unnu 31-27 sigur á Stjörnunni í Olís-deild karla í kvöld.

Atli Már skoraði 13 mörk og var markahæstur á vellinum. Fréttablaðið/Ernir

Haukar unnu sinn annan leik í röð í Olís-deild karla þegar þeir báru sigurorð af Stjörnunni, 31-27, á Ásvöllum í kvöld. 

Haukar voru tveimur mörkum undir, 23-25, þegar tíu mínútur voru til leiksloka. Síðustu tíu mínúturnar unnu heimamenn 8-2.

Hafnfirðingar voru marki yfir í hálfleik, 14-13, en Garðbæingar voru sterkari aðilinn framan af seinni hálfleik og náðu mest fjögurra marka forskoti. Leikur þeirra hrundi hins vegar á lokamínútunum.

Atli Már Báruson fór mikinn í liði Hauka og skoraði 13 mörk. Daníel Ingason skoraði sjö. Grétar Ari Guðjónsson stóð lengst af í markinu og varði ellefu skot (36,7%). Andri Sigmarsson Scheving átti góða innkomu undir lokin og varði sex skot (42,9%).

Egill Magnússon skoraði níu mörk fyrir Stjörnuna og þeir Hjálmtýr Alfreðsson og Aron Dagur Pálsson sitt hvor þrjú mörkin. Sveinbjörn Pétursson varði 15 skot í markinu (32,6%).

Upplýsingar um tölfræði leiksins eru fengnar frá HB Statz sem er komið í samstarf við HSÍ.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Handbolti

Sjáum í þessum leikjum hvar liðið stendur

Handbolti

Mæta Argentínu en ekki Angóla á æfingarmótinu

Handbolti

Ragnheiður inn í landsliðið fyrir Mariam

Auglýsing

Nýjast

Ágætis byrjun hjá Arnari og Eiði

Andorra sýnd veiði en ekki gefin

Króatar í basli gegn Aserbaídsjan

Stjarnan og Njarðvík unnu fyrstu leikina

Næstu Ólympíu­leikar þeir síðustu hjá Si­mone Biles

Rooney heldur með Man City í titilbaráttunni

Auglýsing