Þetta kemur fram í Twitter færslu sem Þjóðverjinn Fabian Koch birti í gær.

Alls hefur Alexander leikið 502 leiki í efstu deild í þýskalandi og það gerði hann með fimm liðum. Grosswallstadt, Flensburg, Fuchse Berlin, Rhein-Neckar Löwen og Melsungen.

Þá er Alexander á meðal leikjahæsti leikmanna í sögu efstu deildar í Þýskalandi. Leikjahæsti leikmaðurinn er þýski markvörðurinn Carsten Lichtlein en hann á að baki 686 leiki í deildinni.

Alexander gerði eins árs samning við Melsungen fyrr á þessu ári og vann þar með Guðmundi Guðmundssyni þar til sá síðarnefndi hætti með liðið í september.

Alexander Petersson er 41 árs gamall og óvíst hvað tekur við hjá honum en í viðtali hjá handbolti.is í maí síðastliðnum sagðist hann búast við því að samningurinn sem hann gerði við Melsungen væri sá síðasti sem hann myndi gera við félag í efstu deild í Þýskalandi.