Nokkuð hefur borið á gagnrýni í garð Jóhannesar eftir að hann fór til Tenerife skömmu fyrir bikarúrslitaleik. Jóhannes var í fimm daga á Tenerife en bikarúrslitaleikurinnn fer fram á laugardag. „Ég fór frá þriðjudegi til laugardags. Þetta hafði ekki nein áhrif á faglega þjálfun liðsins, ég fékk fullan skilning fyrir því hjá öllum í félaginu," sagði Jóhannes um málið í dag.

Skagamenn hafa upplifað algjöran rússíbana í sumar. Liðið var á barmi þess að falla úr efstu deild en ótrúlegar endasprettur bjargaði þessu sögufræga félagi.

„Ég átti fína daga í sólinni og náði að hlaða. Ég get ekki stýrt umræðunni hvernig hún fer fram, það voru tvær vikur á milli leikja," sagði Jóhannes Karl.

„Þetta var mikið stærra mál í umfjöllun heldur en það var hjá okkur. Það er bara þannig, menn verða að hafa eitthvað til að tala um.“

Skagamenn hafa ekki unnið titil síðan 2003 og því er mikið í húfi þegar liðið mætir Íslandsmeisturum Víkings á laugardag. Leikurinn hefst klukkan 15:00 á Laugardalsvelli..