Fótbolti

Mætir verðandi lærisveinum sínum í bikarúrslitum

Niko Kovac er búinn að koma Eintracht Frankfurt í bikarúrslit annað árið í röð. Þar mætir liðið Bayern München, tilvonandi vinnuveitendum Kovac.

Kovac sumarlegur að sjá. Fréttablaðið/Getty

Það verður Eintracht Frankfurt sem mætir Bayern München í úrslitaleik þýsku bikarkeppninnar eftir mánuð. Úrslitaleikurinn fer fram á Ólympíuleikvanginum í Berlín.

Niko Kovac, knattspyrnustjóri Frankfurt, verður í ansi sérstakri stöðu því hann tekur við Bayern í sumar. Greint var frá því á dögunum.

Kovac tekur við stjórastarfinu hjá Bayern af Jupp Heynckes sem stýrir liðinu í síðasta sinn í bikarúrslitaleiknum, þ.e.a.s. ef Bæjurum tekst ekki að komast í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu.

Frankfurt vann 0-1 sigur á Schalke í seinni undanúrslitaleiknum í kvöld. Luka Jovic skoraði eina markið á 75. mínútu.

Frankfurt komst einnig í bikarúrslit í fyrra en tapaði þá fyrir Borussia Dortmund, 2-1. Frankfurt hefur fjórum sinnum orðið bikarmeistari, síðast árið 1988.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Fótbolti

Sá sem gerði út um HM drauma Íslands 2014 tekur við Bayern

Fótbolti

Kviknaði í sigur­rútu Red Star Bel­grad

Fótbolti

Mikið ævintýri en gott að vera komin heim frá Tékklandi

Auglýsing

Nýjast

Íslenski boltinn

FH upp að hlið Breiðabliki á toppnum

HM 2018 í Rússlandi

Hannes tekinn af velli vegna meiðsla

HM 2018 í Rússlandi

24 dagar í HM

Handbolti

Meistari í þriðja landinu á síðustu þremur árum

Sport

Þrjú komin á heimsleikana

Handbolti

Bundu endi á 10 ára sigurgöngu Veszprém

Auglýsing