Fótbolti

Mætir verðandi lærisveinum sínum í bikarúrslitum

Niko Kovac er búinn að koma Eintracht Frankfurt í bikarúrslit annað árið í röð. Þar mætir liðið Bayern München, tilvonandi vinnuveitendum Kovac.

Kovac sumarlegur að sjá. Fréttablaðið/Getty

Það verður Eintracht Frankfurt sem mætir Bayern München í úrslitaleik þýsku bikarkeppninnar eftir mánuð. Úrslitaleikurinn fer fram á Ólympíuleikvanginum í Berlín.

Niko Kovac, knattspyrnustjóri Frankfurt, verður í ansi sérstakri stöðu því hann tekur við Bayern í sumar. Greint var frá því á dögunum.

Kovac tekur við stjórastarfinu hjá Bayern af Jupp Heynckes sem stýrir liðinu í síðasta sinn í bikarúrslitaleiknum, þ.e.a.s. ef Bæjurum tekst ekki að komast í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu.

Frankfurt vann 0-1 sigur á Schalke í seinni undanúrslitaleiknum í kvöld. Luka Jovic skoraði eina markið á 75. mínútu.

Frankfurt komst einnig í bikarúrslit í fyrra en tapaði þá fyrir Borussia Dortmund, 2-1. Frankfurt hefur fjórum sinnum orðið bikarmeistari, síðast árið 1988.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Fótbolti

Sá sem gerði út um HM drauma Íslands 2014 tekur við Bayern

Fótbolti

Sarri með fullt hús stiga til þessa

Fótbolti

Eiður Aron: Verðum að eiga algjöran toppleik

Auglýsing

Nýjast

Vantar bara tvær þrennur til að jafna met Shearers

Messi kemur ekki til greina sem leik­maður ársins

„Dagný hringdi og tilkynnti að þetta myndi ekki nást“

Sigraði í ­bol til­einkuðum fórnarlömbum Nassar

Segir að þýska liðið óttist Ísland

Hópurinn sem mætir Þýskalandi og Tékklandi klár

Auglýsing