Fótbolti

Mætir verðandi lærisveinum sínum í bikarúrslitum

Niko Kovac er búinn að koma Eintracht Frankfurt í bikarúrslit annað árið í röð. Þar mætir liðið Bayern München, tilvonandi vinnuveitendum Kovac.

Kovac sumarlegur að sjá. Fréttablaðið/Getty

Það verður Eintracht Frankfurt sem mætir Bayern München í úrslitaleik þýsku bikarkeppninnar eftir mánuð. Úrslitaleikurinn fer fram á Ólympíuleikvanginum í Berlín.

Niko Kovac, knattspyrnustjóri Frankfurt, verður í ansi sérstakri stöðu því hann tekur við Bayern í sumar. Greint var frá því á dögunum.

Kovac tekur við stjórastarfinu hjá Bayern af Jupp Heynckes sem stýrir liðinu í síðasta sinn í bikarúrslitaleiknum, þ.e.a.s. ef Bæjurum tekst ekki að komast í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu.

Frankfurt vann 0-1 sigur á Schalke í seinni undanúrslitaleiknum í kvöld. Luka Jovic skoraði eina markið á 75. mínútu.

Frankfurt komst einnig í bikarúrslit í fyrra en tapaði þá fyrir Borussia Dortmund, 2-1. Frankfurt hefur fjórum sinnum orðið bikarmeistari, síðast árið 1988.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Fótbolti

Sá sem gerði út um HM drauma Íslands 2014 tekur við Bayern

Fótbolti

Sér alltaf nokkra leiki fram í tímann

Fótbolti

Ísland laut í lægra haldi fyrir Sviss

Auglýsing

Nýjast

Valskonur söxuðu á forskot Fram á toppnum

Özil stórkostlegur í sigri Arsenal á Newcastle

Jose Mourinho sleppur við kæru

Glódís og stöllur einum sigri frá meistaratitlinum

„Allt til staðar til að gera góða hluti saman næstu árin“

Jón Þór: Eigum að stefna á að komast á stórmót

Auglýsing