Íslenski boltinn

Mæta Skotum tvívegis á rúmum mánuði

Ljóst er hvaða liðum Ísland er með í riðli á Algarve Cup. Leikirnir á mótinu eru nú aðeins þrír en ekki fjórir.

Ísland er með Kanada og Skotlandi í riðli á Algarve Cup. Fréttablaðið/Ernir

Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta mætir Kanada og Skotlandi í riðlakeppninni á Algarve Cup. Mótið fer fram dagana 27. febrúar til 6. mars.

Ísland mætir Skotlandi í vináttulandsleik á La Manga 21. janúar og því eru tveir leikir gegn Skotum framundan hjá íslenska liðinu. Leikurinn gegn Skotlandi á La Manga er fyrsti leikur íslenska liðsins undir stjórn Jóns Þórs Haukssonar.

Sú breyting hefur verið gerð á fyrirkomulagi Algarve Cup að liðin leika nú þrjá leiki í stað fjögurra. Þetta er gert til að minnka leikjaálag.

Ísland og Kanada hafa aðeins einu sinni áður mæst, á Algarve Cup 2016. Þá vann kanadíska liðið 1-0 sigur.

Ísland og Skotland hafa hins vegar tíu sinnum mæst. Íslendingar hafa unnið fimm leiki, Skotar þrjá og tveir enduðu með jafntefli. Þess má geta að fyrsti leikurinn í sögu íslenska kvennalandsliðsins var gegn Skotlandi 1981.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Íslenski boltinn

Ísland hóf undankeppnina með sigri

Íslenski boltinn

Aron og Alfreð byrja báðir

Íslenski boltinn

Ágætis byrjun hjá Arnari og Eiði

Auglýsing

Nýjast

Leystu verkefnið fagmannlega í Andorra

Góð frammistaða en svekkjandi úrslit

Börsungar tilbúnir að selja Coutinho

Andorra sýnd veiði en ekki gefin

Króatar í basli gegn Aserbaídsjan

Stjarnan og Njarðvík unnu fyrstu leikina

Auglýsing